- Advertisement -

Eru stjórnmálaflokkar handbendi hagsmunaafla?

„Hér er um að ræða hags­muna­sam­tök en líka stór og öfl­ug fyr­ir­tæki.“

Styrmir Gunnarsson.

„Þess­ar kosn­ing­ar reyna á stjórn­mála­flokk­ana. Standa þeir und­ir hlut­verki sínu eða eru þeir bara hand­bendi hags­muna­afla, eins kon­ar lepp­ar þeirra? Því verður seint trúað en þeir þurfa að afsanna það með mál­flutn­ingi sín­um og gerðum,“ segir í nýjustu grein Styrmis Gunnarssonar.

Styrmir hittir oft naglann á höfuðið. Með skrifum sem þessum er víst að hann gerir sumum gramt í geði.

Það er of mikið sagt að svo sé vegna þess að hvað sem öðru líður er rétt­ar­kerfið sjálft frjálst og óháð.

„Fyr­ir utan dag­leg viðfangs­efni stjórn­mál­anna er ábend­ing Ásgeirs Jóns­son­ar seðlabanka­stjóra um hags­muna­öfl­in sem reyna að taka að sér lands­stjórn­ina eitt mik­il­væg­asta inn­leggið í þjóðmá­laum­ræður á líðandi stundu. Þeim ábend­ing­um þurfa flokk­arn­ir sjálf­ir að svara og um þær þurfa þing­menn­irn­ir sjálf­ir og fram­bjóðend­ur að tjá sig,“ skrifar Styrmir.

Hann heldur áfram: „Hér er um að ræða hags­muna­sam­tök en líka stór og öfl­ug fyr­ir­tæki. Í ná­vígi okk­ar fá­menna sam­fé­lags er þetta raun­veru­lega spurn­ing um hvort lýðræðið á Íslandi sé sýnd­ar­veru­leiki.“

Næsta kafla greinarinnar eru ekki allir sammála: „Það er of mikið sagt að svo sé vegna þess að hvað sem öðru líður er rétt­ar­kerfið sjálft frjálst og óháð. Því er hægt að treysta hvort sem um er að ræða hags­munaaðila eða póli­tík og það skipt­ir auðvitað gríðarlega miklu máli.“

Það má gagnrýna þetta. Þegar hæstaréttardómarar, svo dæmið sé tekið, vinna hlutastörf utan réttarins er víst að þeir verða í vanda, eða hafa kannski lent í vanda, vegna hagsmuna sinna utan réttarins. Og við má bæta að Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í dómsmálaráðuneytinu svo lengi og því skipað nær alla starfandi dómara á Íslandi.

„Þessi mál öll þarf að ræða í kosn­inga­bar­átt­unni vegna þess að þau eru kom­in á dag­skrá þjóðfé­lagsum­ræðunn­ar, þótt þau séu ekki kom­in á dag­skrá flokk­anna, eins skrýtið og það nú er,“ skrifar Styrmir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: