Fákeppni og sjálftaka forréttindafólks á nær öllum sviðum atvinnulífsins.
Ragnar Önundarson skrifar:
Forsenda hins blandaða hagkerfis er pólitískt jafnvægi. Sósíaldemókratarnir sænsku fundu blandaða hagkerfið upp. Atvinnulífið skyldi starfa á grundvelli samkeppni á markaði, en vera til fyrir fólkið. Ef hægrið nær yfirhöndinni missir samfélagið þetta ómissandi jafnvægi. Samfylkingin er þessi ómissandi lýðræðissinnaði félagshyggjuflokkur sem þarf að vera mótvægið við hægrið. Hún mun ekki „ná vopnum sínum“ með óraunhæfum hugmyndum í efnahagsmálum. Hún þarf að beina umræðunni að sjálfu vandamálinu, þar sem hægrið er veikast fyrir: Fákeppni og sjálftaka forréttindafólks á nær öllum sviðum atvinnulífsins. Þess vegna verður verkalýðshreyfingin að knýja fram kjarabætur í von um að samfélagið gefi sig ekki græðgi forréttindafólksins á vald, þess vegna verða kollsteypur, þess vegna vegna verður Samfylkingin að leggja þráhyggjuna um evru til hliðar. Fólkið flest veit að hún er ekki raunhæf.