- Advertisement -

Bjarni Ben sleppur – en löggan ekki

Marinó G. Njálsson.

„Að skjóta sendiboðann er orðið allt of algeng aðferð til að reyna að þagga niður óþægileg mál hér á landi. Núna á að sleppa ráðherra við brot á sóttvarnarreglum vegna þess að lögregluþjónum misbauð að ráðherrann taldi sig hafinn yfir reglurnar og tjáðu gremju sína þannig að það heyrðist á upptöku búkmyndavélar,“ skrifar Marinó G. Njálsson á Facebook.

„Forsætisráðherra Noregs braut sóttvarnarreglur. Eftir að það var opinberað, bað Erna afsökunar og síðan var hún sektuð. Fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur. Eftir að það var opinberað, kom hann fram með alls konar afsakanir og síðan eru lögregluþjónarnir sem gripu hann glóðvolgan skammaðir. Bjarni virðist sleppa við sekt, þrátt fyrir að honum mátti vera ljóst, að hann var að brjóta sóttvarnarreglur.

Afsakanirnar sem hann kom með voru aumar. „Við fengum símtal og okkur boðið að koma.“ Ok, þetta er ráðherra í ríkisstjórn, sem hafði sett alls konar takmarkanir á athafnafrelsi almennings og honum datt ekki í hug að spyrja sig hvort þetta væri í lagi. Nei, hann æddi bara af stað. „Ég er ekkert að fara að telja fólkið í salnum.“ Nei, en fjármálaráðherra ætti að vera sæmilega talnaglöggur og átta sig á því að 2 m reglan var þverbrotin þarna og inni var meiri fjöldi, en hann gat með góðu móti áttað sig á hver var. Heilbrigð skynsemi hefði átt að segja honum, að hann væri að minnsta kosti á gráu svæði, ef ekki kolsvörtu,“ skrifar Marinó og heldur áfram.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…nema kannski örfáum Sjálfstæðismönnum sem fannst þetta flott…

„Svo eru lögregluþjónarnir skammaðir vegna þess að þeim misbauð að ráðherra væri að ganga gegn fyrirmælum (og þó það hafi bara verið tilmæli) eigin ríkisstjórnar. Höfum í huga að lögregluþjónarnir hefðu ekki tjáð gremju sína, ef þeir hefðu ekki gengið fram á fjármálaráðherrann vera að brjóta sóttvarnarreglurnar. Ég held líka að almenningi hafi misboðið, nema kannski örfáum Sjálfstæðismönnum sem fannst þetta flott og stuðningur við baráttu sína gegn sóttvarnarreglunum. Þessum sömu sóttvarnarreglum og urðu til þess, að Ísland er með fyrstu löndum Evrópu til að aflétta öllum hömlum innan landamæra sinna.

Þetta er ástæðan fyrir því, að virðing fyrir stjórnmálamönnum fer sífellt minnkandi. Um þá gilda aðrar reglur en almenning og standi einhver þá að einhverju misjöfnu, þá er reynt að klína einhverju á sendiboðana. Í þessu tilfelli, að þeim hafi misboðið svo svakalega að sjá ráðherra brjóta reglur, að þeir gátu ekki hamið gremju sína,“ skrifar Marinó G. Njálsson.

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: