- Advertisement -

FKA: Heiðra Birnu Einarsdóttur

Atvinnulíf Viðurkenningur Félags kvenna í atvinnulífinu fékk Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.

„Birna útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands, viðskiptafræðingur frá HÍ og lauk MBA prófi í viðskptafræði frá Háskólanum í Edinborg 1996. Þá hafði hún þegar víðtæka reynslu að baki úr atvinnulífinu; hafði starfað sem framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna, á markaðsdeild Íslenska útvarpsfélagsins og sem yfirmaður markaðssviðs Íslandsbanka. Árið 1998 flutti hún til Skotlands og starfaði í markaðsdeild The Royal Bank of Scotland til ársins 2004 er hún sneri aftur heim og hóf störf á þróunarsviði Glitnis. Hún var síðan ráðin bankastjóri Nýja Glitnis í byrjun október 2008.

Birna var innanbúðar í bankakerfinu á einhverjum mestu og erfiðustu umbrotatímum í íslensku efnahagslífi. Hún tók við stjórnartaumunum þegar óvissan var allsráðandi í þjóðfélaginu og starfsfólk jafnt sem viðskiptavinir uggandi um sinn hag. Birna einsetti sér frá upphafi að þjappa starfsmönnum bankans saman og telja í þá kjark. Saman lögðu þau sig síðan fram um að greiða úr þeim vandamálum sem fyrir lágu. Þannig ávann hún sér virðingu og traust viðskiptavina og samstarfsfólks sem lýsir henni sem metnaðarfullri en mannúðlegri, stefnufastri en sveigjanlegri í senn.

Undanfarin ár hefur Birna verið óeigingjörn við að miðla reynslu sinni til bæði karla og kvenna sem vilja láta til sín taka í viðskiptum eða annars staðar í samfélaginu. Sérstaka áherslu hefur hún lagt á starfsþróun kvenna innan Íslandsbanka og hafa konur innan bankans m.a. haft aðgang að lærimeistara (mentor) sem ætlað er að efla þær í atvinnulífinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: