- Advertisement -

Glansmynd Svandísar er fallin

Allt þetta er í nafni hagræðingar á tímum mannfjandsamlegrar nýfrjálshyggju.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Glansmynd Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra af hinu frábæra íslenska heilbrigðiskerfi og hvað framlag hennar til að skapa þessa glansmynd er mikið, stenst enga skoðun. Hún er bara glansmynd límd yfir rotnunina inn í kerfinu. 1000 læknar segja okkur hvernig kerfið er í raun og veru. Gjörsamlega óviðunandi.

Og fólkinu á landsbyggðinni blæðir í orðsins fyllstu merkingu. Heilu bæirnir og þorpin hafa ekki aðgang að lækni. Engum læknum. Þurfa að ferðast landshorna á milli til að fá læknisþjónustu. Taka sér launalaust leyfi frá vinnu til að sækja læknaþjónustu vegna eigin veikinda eða einhvers í fjölskyldunni. Þarf líka að borga stórar fjárhæðir í ferðalög. Þetta er ógjörningur fyrir fólk með lág laun. Og oft er um bráðatilfelli að ræða sem þolir enga bið. Allt þetta er í nafni hagræðingar á tímum mannfjandsamlegrar nýfrjálshyggju þar sem exelskjöl og arður skiptir meira máli en mannslíf. Skítt með líf og heilsu. Glansmynd Svandísar er fallin og það fyrir löngu. Það er ekki hægt að ljúga að fólki endalaust.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: