- Advertisement -

Ofbeldisþingið við Austurvöll

„Það skipt­ir því miklu máli að gott fólk velj­ist til starfa á þingi, fólk sem vel­ur ekki að beita of­beldi til þess að ná ár­angri. Vand­inn er að menn­ing­in á Alþingi ýtir und­ir þess­ar aðferðir,“ segir í grein Björns Leví í Mogganum í dag.

„Leik­ur­inn er sett­ur upp þannig að of­beldisaðferðir verða sjálf­krafa fyr­ir val­inu og það þarf að hafa fyr­ir því að ná ár­angri á ann­an hátt. Þetta eru vinnu­brögð sem mér sýn­ist flest­ir flokk­ar vera bún­ir að sætta sig við. Þau kunna á þetta vinnu­lag og finnst þægi­legt að falla bara í sama far og venju­lega. Þar er vand­inn, í hefðum gömlu flokk­anna sem eru með Stokk­hólms­heil­kenni gagn­vart gömlu skot­grafa­póli­tík­inni,“ skrifar hann.

Það er ekkert því hann lætur þessa setningu fylgja: „All­ir þing­menn í öll­um flokk­um telja sig vera að gera sitt besta.“

Þessari fullyrðingu ber að andmæla. Hún er rakalaus og það sem á undan fór grefur algjörlega undan þessari merku fullyrðingu. Flokksaginn er sterkari en einstaka þingmenn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: