„Það skiptir því miklu máli að gott fólk veljist til starfa á þingi, fólk sem velur ekki að beita ofbeldi til þess að ná árangri. Vandinn er að menningin á Alþingi ýtir undir þessar aðferðir,“ segir í grein Björns Leví í Mogganum í dag.
„Leikurinn er settur upp þannig að ofbeldisaðferðir verða sjálfkrafa fyrir valinu og það þarf að hafa fyrir því að ná árangri á annan hátt. Þetta eru vinnubrögð sem mér sýnist flestir flokkar vera búnir að sætta sig við. Þau kunna á þetta vinnulag og finnst þægilegt að falla bara í sama far og venjulega. Þar er vandinn, í hefðum gömlu flokkanna sem eru með Stokkhólmsheilkenni gagnvart gömlu skotgrafapólitíkinni,“ skrifar hann.
Það er ekkert því hann lætur þessa setningu fylgja: „Allir þingmenn í öllum flokkum telja sig vera að gera sitt besta.“
Þessari fullyrðingu ber að andmæla. Hún er rakalaus og það sem á undan fór grefur algjörlega undan þessari merku fullyrðingu. Flokksaginn er sterkari en einstaka þingmenn.