- Advertisement -

„Miðflokkur, þáverandi Framsóknarflokkur“

…frekar væri hægt að segja að við séum þjóðarkríli.

„Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, þáverandi Framsóknarflokkur, lofuðu því fyrir kosningar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort þessum viðræðum yrði fram haldið eftir að sú stjórn sem staðið hafði fyrir þeim hafði fallið,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson á Alþingi seint í aprílmánuði.

„Eftir kosningar var loforðið afgreitt með frægu orðalagi sem enn má segja að lifi sjálfstæðu lífi sem sérstakt hugtak í íslenskri stjórnmálahugsun og má kannski heita framlag viðkomandi stjórnmálamanns til íslenskrar stjórnmálaheimspeki, þ.e. þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði, þegar hann var inntur eftir því loforði, að það að efna slíkt loforð væri pólitískur ómöguleiki. Það var sem sagt pólitískur ómöguleiki að leyfa þjóðinni sjálfri að ákveða hvort hún vildi vita hvað það táknaði að eiga fulla aðild að þessu sambandi og hvort hún vildi þá sjálf fá að taka ákvörðun um hvort af slíkri aðild yrði eða ekki.“

Guðmundur Andri sagði í lok ræðu sinnar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ísland er stórt land en fólkið sem hér býr, Íslendingar, íslenska þjóðin, er með fámennustu þjóðum á jörðinni. Varla er hægt að tala um að Íslendingar séu smáþjóð, frekar væri hægt að segja að við séum þjóðarkríli. Slíkt þjóðarkríli á allt undir því að alþjóðalög séu virt eins og dæmin sanna. Við getum illa staðið uppi í hárinu á voldugum aðilum eins og dæmin úr þorskastríðunum og öðrum milliríkjadeilum sanna. Þá er mjög mikilvægt að eiga aðild að stóru ríkjabandalagi, vera í öflugu alþjóðasamstarfi og geta haft áhrif á það hvernig löggjöfin er.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: