- Advertisement -

Auglýsa mest en tapa mestu fylgi

Gunnar Smári skrifar:

Þeir flokkar sem hafa tapað mestu fylgi auglýsa mest. Á þessum 90 dögum tapaði Samfylkingin 2,9 prósentustigum samkvæmt MMR, Miðflokkurinn 2,8 prósentustigum og Flokkur fólksins 2,3 prósentustigum. Samanlagt eyddu þessir flokkar 2,5 m.kr. á Facebook.

Á sama tíma jókst fylgi Sjálfstæðisflokks um 3,6 prósentustig, Pírata um 2,0 prósentustig og Sósíalista um 1,8 prósentustig. Samanlagt eyddu þessir flokkar 690 þús. kr. á Facebook, rétt rúman fjórðung af því sem tapararnir eyddu.

Hver er lærdómurinn? Í fyrsta lagi segir þessi stikkprufa ekki mikið um afl flokkanna til auglýsinga og auglýsingar á Facebook eru svo lítill hluti af fyrirferð flokkanna að það væri ævintýralega vitlaust að draga ályktanir út frá þessu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: