- Advertisement -

Að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um þjóðnýtingu Samherja

Þór Saari skrifar:

Fínn pistill frá Ásu Lind: „Það er auðvitað skömm að því að eiga nýja stjórnarskrá sem samin var af fólkinu og samþykkt af öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu og láta hana bara liggja á milli hluta í þinginu. Það er nokkuð ljóst að allur almenningur myndi njóta góðs af upptöku nýrrar stjórnarskrár þar sem þar er tryggt að auðlindir landsins verði í þjóðareigu og arðurinn af þeim því renna í sameiginlega sjóði sem hægt er að byggja upp kærleiksríkt samfélag.“

Hugsið ykkur bara að 10% þjóðarinnar gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um þjóðnýtingu Samherja, gætu krafist þess að tiltekin mál yrðu tekin upp á Alþingi, að það væri persónukjör í Alþingiskosningum, að hér væri alvöru lýðræði þar sem einn maður hefði eitt atkvæði en ekki hálft eins og stór hluti landsmanna býr við. Stjórnmálastéttin fengi raunverulegt aðhald þar sem brottrekstur ríkisstjórnar gæti farið eðlilega fram en ekki með því að henda drasli í Alþingishúsið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: