Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn snúa baki við Katrínu forsætisráðherra. Tvö af hennar helstu málum ná ekki í gengum Alþingi fyrir kosningar. Niðurlæging forsætisráðherra verður algjör.
Sjálfstæðisflokkurinn er sjálfum sér líkur. Fer sínu fram. Hitt er annað að Framsókn ybbar nú gogg. Sigurður Ingi upplýsir reyndar að hann og hans flokkur hafi kvittað upp á stjórnarsáttmálann með fyrirvara og brettir upp ermarnar og hnyklar vöðvana.
Katrín horfir upp á eigin niðurlægingu. Stjórnarskrármálið er dautt. Hálendisþjóðgarðurinn líka. Samt boðar hún áframhaldandi samstarf við fantana Bjarna og Sigurð Inga. Spá Drífu Snædal um að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn væri eins og að éta skít hefur ræst. Oj, bara. -sme