„Ásókn fjárfesta í annarra manna fé eru engin takmörk sett“
Stjórnmálamenn sváfu á verðinum í algleymi bóluáranna.
„Ég vil ekki að hitaveitur, vatnsveitur, rafmagnsveitur og aðrar veitur verði einkavæddar. Hugmynd tveggja formanna Sjstfl. (GHH og BB) um að selja Landsvirkjun að hluta, í smærri bitum sem auðveldara verði fyrir gammana að kyngja, er slæm. Það er skárra að almenningur eigi fyrirtæki í fákeppni og einkasöluaðstöðu, en að forréttindafólki verði færð sú aðstaða,“ skrifar Ragnar Önundarson.
„Í seinni tíð hafa veitufyrirtæki almennings „gleymt sér“. Þau tóku að fara út fyrir verksvið sitt. Stjórnmálamenn sváfu á verðinum í algleymi bóluáranna. OR framleiðir td. rafmagn fyrir álver. Hitaveitu Suðurnesja var skipt í HS Orku, sem Kanadamaður keypti og HS Veitur, einkasölufélag sem einkaaðili komst í og selur nú almenningi drykkjarvatn. Þjóðin hefur byggt upp öflug veitufyrirtæki með sínu fé og á sína áhættu (ríkisfyrirtæki og ríkisábyrgðir). Þetta hefur markað okkur sérstöðu og við eigum að halda í hana. Vegna ástandsins í loftslagsmálum eigum við að ríghalda í hana, því ásókn fjárfesta í annarra manna fé eru engin takmörk sett. Hún mun bara aukast.“