- Advertisement -

Enginn talar við atvinnulaust fólk

Gunnar Smári skrifar:

Við erum komin langt inn á annað ár í fjöldaatvinnuleysi og enn hefur fjölmiðlum ekki dottið í hug að ræða við hin atvinnulausu. Þau mega hins vegar sitja undir svona röfli alla daga og af vaxandi þunga síðustu daga og vikur; frá mönnum sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa gefið peninga til að ráða til sín fólk yfir sumarið.

Þessi maður og aðrir í hans stöðu fá styrk til að ráða fólk, eins og hann fékk styrk til að borga fólki laun fyrir ári og síðan styrk til að reka fólk síðasta sumar. Stefna ríkisstjórnarinnar var að geyma fólk á atvinnuleysisbótum svo hann gæti sótt vinnuafl þangað þegar honum hentaði (fólk er kallað vinnuafl af þeim sem líta á manneskjur eins og hráefni). Ráðherrunum datt ekki í hug að búa til eitt starf til að bjóða hinum atvinnulausu, vildu skilja þau eftir á atvinnuleysisskrá svo Steingrímur og menn í hans stöðu gætu sótt það þangað þegar þeim hentaði (með styrk frá ráðherrunum). Og þegar Steingrímur ætlar að sækja fólkið (sitt) á allra lægstu laununum og fá það til að flytja sig á milli landshluta verður hann foj þegar einhver segir nei, takk. Hann veltir ekki fyrir sér í eina sekúndu hver ástæðan geti verið, að fólk sé í ólíkri stöðu, sé að koma úr allt annarri vinnu eða hvað eina. Og fjölmiðlarnir ekki heldur. Steingrímur bílaleigukall er gluggi okkar inn í heim hinna atvinnulausu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: