- Advertisement -

Allt í klessu hjá Svandísi

 „Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Efla á nýsköpun í heilbrigðismálum þannig að Ísland verði í fremstu röð og nýti sér nýjustu tækni á þessu sviði, þ.m.t. fjarlækningar.“

Þetta eru beinar tilvitnanir í stjórnarsáttmálann. Víst er að Svandísi Svavarsdóttur hefur ekki tekist sem best upp.

Í fréttum dagsins í Mogganum segir: „Erfitt hef­ur reynst að manna störf á skurðstof­um Land­spít­al­ans að und­an­förnu og má rekja vand­ann meðal ann­ars til stytt­ing­ar vinnu­vik­unn­ar. Þetta seg­ir Karl Andersen, for­stöðumaður hjarta- og æðaþjón­ustu Land­spít­al­ans.

„Aðgengi að skurðstof­um á Land­spít­al­an­um er minna en þarf að vera og það er vegna mann­eklu, fyrst og fremst meðal hjúkr­un­ar­fræðinga. Þetta er líka vanda­mál og hef­ur verið lengi á gjör­gæsl­unni,“ seg­ir hann. Undirmönnun á gjör­gæslu ger­ir það að verk­um að sjúk­ling­ur á ekki mögu­leika á að leggj­ast inn á gjör­gæslu eft­ir aðgerð og því frest­ast aðgerðir.

Færri hjartask­urðlækn­ar eru starf­andi á spít­al­an­um en áður. Tveir eru nú í fullu starfi en fyr­ir ári voru þeir fjór­ir. Tveir hafa hætt störf­um á síðastliðnu ári. Þó er von á ein­um hjartask­urðlækni í hlutastarf í sept­em­ber. Til þess að sporna við skort­in­um hafa er­lend­ir skurðlækn­ar komið til lands­ins og tekið að sér af­leys­inga­vinnu á spít­al­an­um.

„Við höf­um verið að fá lækna sér­stak­lega frá Svíþjóð, fólk sem við þekkj­um vel,“ seg­ir hann. Slíku fylg­ir nokk­ur kostnaður en lækn­arn­ir koma oft­ast í eina og eina viku í senn. „Það er sam­drátt­ur milli ára núna í fjölda aðgerða, þannig að við þurf­um ekki eins marga skurðlækna. Full mönn­un myndi ég segja að væru fjór­ir skurðlækn­ar en við erum að ná upp í það með af­leys­inga­fólki, á meðan svona mann­ekla er.“

Af þessu má sjá að lífshættulega veikt fólk er sett í mikla óvissu. Heilbrigðiskerfi sem ætlað er að samanburð við að besta í heiminum er mjög fjarri því sem best gerist.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: