„Stjórnmálamenn í lýðræðislöndum virðast stundum „réttdræpir“. Litlir „símamenn“ eru gerðir að hetjum og látið eins og þar fari ekki pólitískt fjandsamlegir menn í erindagjörðum. Ráðherrar eru sagðir sitja í háum sessi. En flestir þeirra standa stutt við. Þeir þurfa á öllu sínu að halda til að hafa roð við þaulsætnum embættismönnum, sem eru hinir raunverulegu húsbændur liðsins innan húss. Flokkar eiga nú sjaldnast annan kost en að setja reynslulítið fólk í ráðherrastóla, enda er það ein bábiljan að best sé fyrir þjóðina að skipta oft út þingmönnum. Þeir sem mest glenna sig um stjórnmál utan úr bæ telja að smáflokkafjöld undirmálsmanna sem kemst naumlega á þing sé allra meina bót.“
Úr leiðara Moggans í dag.