- Advertisement -

Leiðin er að taka völdin af auðvaldinu

Gunnar Smári skrifar:

Baráttan við mengun á að byrja við upptökin, með sköttum, reglum og bönnum sem beint er að fyrirtækjum. Í kapítalismanum eru það fyrirtækin sem hafa völdin og móta samfélagið, ekki neytandinn með budduna sína. Það er goðsögn frjálshyggjunnar og á sér enga stoð. Eini markaðurinn sem fjöldinn hefur einhver völd á er vinnumarkaðurinn og þau völd byggjast á samtakamætti og skipulagðri baráttu, ekki baráttu hvers og eins í sínu horni.

Það er sorglegt að fylgjast með fjölmiðlum og fræðafólki viðhalda þeirri mýtu að það séu neytendur, almenningur og skattgreiðendur sem móti samfélagið með hefðun sinni. Þessi linnulausi áróður þjónar aðeins valdastéttinni; hinum auðugu og ríku, sem drottna yfir samfélaginu. Völd fjöldans liggja ónotuð. Þau eru innan ríkisvaldsins, framkvæmdaarms lýðræðisins. Lýðræðið og virk notkun þess í baráttunni gegn ógnarvaldi auðvaldsins eru einu völd fjöldans. Það er hlægileg hugmynd að hægt sé að siða til þau sem eiga fjöll af peningum með lítilli buddu með einhverju klinki í.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Leiðin til að bjarga jörðinni, loftslaginu, náttúrunni og framtíð mannkyns er að taka völdin af auðvaldinu, auðstéttinni sem við höfum gefið öll völd yfir samfélaginu. Þegar því er náð má loka þessum fyrirtækjum. Og þótt ykkur vaxi þessi leið í augum, þá er hún einfalda leiðin, sú auðveldasta. Hún er eina leiðin í boði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: