- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkinn sem var á móti almannatryggingum

Gunnar Smári skrifar:

Þegar félagi í Sósíalistaflokknum bauð sig fram sem formann í Eflingu stéttarfélagi tók Sjálfstæðisflokksfólk flikk flakk og heljarstökk af ofboði og hneykslun, taldi að þarna ætti að misnota verkalýðsfélag í pólitískum tilgangi. Undarleg afstaða verður að segjast, því verkalýðshreyfingin var byggð upp af sósíalisma og verkalýðsflokkar af verkalýðshreyfingu; það að sósíalisti sé formaður í verkalýðsfélagi er álíka skrítið og að kristinn maður sé sóknarprestur.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkskonan sem bauð sig fram sem formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, ef ég man rétt fyrst og fremst til að hindra að kommúnistar næðum félaginu undir sig, ákveðið að kasta grímunni og vill nú á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkinn! Flokkinn sem var á móti almannatryggingum og hefur alla tíð staðið gegn öllum réttindum eftirlaunafólks, haldið niðri kjörum þess og skellt skollaeyrum við öllum kröfum eldra fólks. Fyrir utan þær 2-3 vikur fyrir hverjar kosningar sem flokkurinn lýgur að þessum hópi, eins og að öllum landsmönnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þar sem flokkurinn efnir aldrei þessi loforð…

En þessum hópi sérstaklega, Sjálfstæðisflokkurinn leggur sig fram um það; að ljúga að eldri borgurum í aðdraganda kosninga. Ef fólk vill leita að stöðugleikanum sem Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig af, þá er hann í þessum loforðum til eldri borgara. Þar sem flokkurinn efnir aldrei þessi loforð þá getur hann alltaf lofað því sama; þannig er fullkominn stöðugleiki í lygum flokksins og svikum, það sama aftur og aftur, fyrir og eftir allar kosningar.

Það er formaður Eflingar sé sósíalisti er jafn eðlilegt og að sóknarpresturinn sé kristinn. Eða blaðamaðurinn trúr þeirri sannfæringu að upplýsingar geti breytt samfélaginu. En það að frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins sé formaður í hagsmunasamtökum eftirlaunafólks er jafn galið og þegar sóknarpresturinn reynist djöflatrúar eða þegar blaðamaðurinn skrifar ekki réttar upplýsingar heldur aðeins þær sem hugnast útgerðaraðlinum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: