Ragnar Önundarson skrifar:
Jón Steinar er með magnaða grein í mbl. dagsins. Áslaug Björgvinsdóttir var með ábendingar af sama toga. Henni var nýlega refsað með því að skilgreina kröfur til umsækjenda um starf Umboðsmanns Alþingis svo þröngt að hennar reynsla yrði ekki metin.
Áslaug deildi á dómarana, líkt og Jón Steinar. Saksóknin er hins vegar enn verri, veikasti hlekkurinn, að mínu mati. Saksóknarar þurfa ekki að gefa neinum skýrslu þegar þeir taka taka ákvarðanir um að framkvæma EKKI lögin. Hinn óneitanlega sérstaki saksóknari ákærði t.d. ekki vegna „skuldsettrar yfirtöku með öfugum samruna“ sem er aðferð forréttindafólks til að ná undir sig auði sem aðrir hafa skapað og purkunarlaust féfletta (asset-strippa) alvöru atvinnufyrirtæki, sem ótal heimili eiga allt undir.
Ég sendi sérstökum svar ESA við fyrirspurn minni. Svarið var skýrt, fengið frá Viðskiptaráðuneytinu, þessi háttsemi er refsiverð á Íslandi. Þetta hefur ekki enn komið til kasta íslenskra dómstóla og því má ætla að mikilvægt sé af prinsipp-ástæðum að fá dóm. En Saksóknarar ganga sjálfala, þannig er það bara.