- Advertisement -

Hiti færist í leikinn!

Björn Birgisson skrifar:

Þegar Sjálfstæðismenn ganga til prófkjörs í Reykjavík eru þeir ekki aðeins að velja sér þingmannsefni, þeir eru ekkert síður að velja sér ráðherraefni.

Ef flokkurinn lendir í ríkisstjórn – enn og aftur – þá má alltaf reikna með að minnsta kosti tveimur ráðherrum úr höfuðborginni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Prófkjörið framundan er áhugavert, áhugaverðara en oft áður.

Hvers vegna?

Einfaldlega vegna þess að nú skilur meira á milli frambjóðenda en áður.

Tveir ultra hægrimenn – stundum kallaðir Trumpistar – eru nú að sækjast eftir vegtyllum innan flokksins.

Brynjar Níelsson, af mörgum talinn latasti og afkastaminnsti þingmaður landsins og Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherrann sem tapaði öllum dómsmálunum sínum með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð og hrökklaðist fyrir vikið úr sínu ráðherraembætti.

Bæði hafa verið á skjön við vilja þings og þjóðar í baráttunni við Covid 19.

Nú verður uppgjör.

Vilja sjálfstæðismenn tefla fram svona fólki?

Það er spurningin, en fullvíst má telja að nái þau kjöri þá verði þau ekki ráðherraefni – ekki frekar en Birgir Ármannsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: