- Advertisement -

Ráðherrann veit ekki hvað neysluskammtur er

„Nú höfum við fyrir framan okkur þessa miklu furðu sem þetta frumvarp er. Það er reyndar Píratamál eins og meira að segja hæstvirtur ráðherra áréttar og háttvirta þingmenn Pírata hafa lagt áherslu á hér áður en þessi umræða hófst. En nú er það flutt eins og svo mörg önnur nýaldarstefnumál sem þessi ríkisstjórn hefur tekið upp á sína arma, þetta er ríkisstjórnarmál, af ráðherra og þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Sjálfstæðisflokksins sem skilgreindi sig í eina tíð sem flokk laga og reglu og Framsóknarflokksins sem boðaði fíkniefnalaust Ísland árið 2000. Munu þessir flokkar fallast á þetta furðuverk sem hér birtist okkur?“

Það var Sigmundur Davíð sem þannig talaði þegar hann flutti ræðu um andstöðu sína og síns flokks við að refsilaust verði að eiga neysluskammta fíkniefna.

„Neysla eiturlyfja byrjar alltaf á neysluskammti en neysluskammtur eins getur verið banabiti annars. Það er mjög ólíkt hvað fólk þolir af fíkniefnum. En svo reyndar upplýsir hæstvirtur ráðherra um það hér að jafnvel verði horft til Noregs hvað neysluskammt varðar þannig að átt sé við tíu daga neysluskammt af fíkniefnum sem menn geti haft á sér og þá á mun auðveldari hátt en áður gefið með sér eða selt. Það er með stökustu ólíkindum, herra forseti, að málið skuli koma fram með þessum hætti og ekki einu sinni reynt að draga dul á það af hvaða rótum það er runnið. Skilaboðin eru, eins og hæstv. ráðherra hefur flutt hér, að þetta séu ekki eiturlyf, þetta séu ekki fíkniefni. Við ætlum að fara að kalla þetta vímuefni og þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Þetta eru skilaboðin til krakkanna um eiturlyf frá ríkisstjórninni á árinu 2021. Ráðherrann ætlar með reglugerð að útlista þetta nánar, veit reyndar ekki alveg hvað neysluskammtur er, er ekki búinn að komast að því en ætlar að leita ráða m.a. hjá fíkniefnaneytendum sem eflaust hafa hver sína skoðun á því hvað er eðlilegur neysluskammtur. Engu að síður vill ráðherrann að þingið lögleiði neysluskammta sem ráðherrann veit sjálfur ekki hvað er. Þetta mál er allt með stökustu ólíkindum, herra forseti.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: