- Advertisement -

Er Katrín lent í fangi hagsmunaaflanna?

„Svona stýra hagsmunaöflin stjórnmálaflokkum og ráða Íslandi í reynd.“

„Eftir ummæli Seðlabankamanna um að hagsmunaöfl stjórni Íslandi kom í ljós að einhverjir átta sig ekki á með hvaða hætti það gerist. Auðvelt ætti að vera að nefna hvernig hagsmunaöfl dæla milljörðum á milljarða ofan í fjölmiðla í þeirra eigu í því skyni að móta skoðanir þjóðarinnar og fá þingmenn til að ganga í þeirra takti. Þetta hefur hagsmunaöflunum tekist ágætlega og nægir að benda á stjórnmálaflokkinn Vinstri græn sem gengur núna í takt við hagsmunaöflin sem hann lét áður í veðri vaka að hann væri harðasti andstæðingur gegn,“ skrifar Bolli Héðinsson í Fréttablaðið í dag.

„Það dæmi sem nú blasir við snýr að auðlindafrumvarpi sem formaður Vinstri grænna, forsætisráðherra, hefur lagt fram til breytinga á stjórnarskrá,“ skrifar Bolli.

Hann tekur dæmi: „Þegar stjórnarskrárfrumvarp um þjóðareign á auðlindum var sett fram fyrir nokkrum árum gengu Vinstri græn í takt við þjóðina og kröfðust ákvæðis í stjórnarskrá um eign þjóðarinnar á auðlindum sem kvæði skýrt á um fullt endurgjald fyrir afnot af þjóðareignum ella yrði ákvæðið orðin tóm. Eftir að Vinstri græn komust í ríkisstjórn er komið annað hljóð í strokkinn. Nú nægir þeim að hafa ákvæði um þjóðareign sem hefur enga merkingu aðra en orðanna hljóðan og sem í reynd mun afhenda útgerðunum fiskimiðin við Ísland til að ráðskast með þau um ókomna tíð,“ skrifar Bolli Héðinsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvað skýrir slíka viðhorfsbreytingu annað en áhrif hagsmunaafla?

Og áfram: „Hvað skýrir slíka viðhorfsbreytingu annað en áhrif hagsmunaafla?

Þetta gerist með þeim hætti að þegar Vinstri græn hyggjast efna kosningaloforð sitt um þjóðareign á auðlindum þá spyrja þau sig (e.t.v. ómeðvitað) hversu langt er líklegt að hagsmunaöflin leyfi okkur að ganga í skilgreiningu þjóðareignar?

Munum við komast upp með það sem við börðumst fyrir áður um að greiða þurfi „fullt gjald“ fyrir afnot fiskimiðanna? Er líklegra að ef við sleppum því að tala um „fullt gjald“ þá verði frumvarp um þjóðareign samþykkt?

Niðurstaða Vinstri grænna er sú að fara leiðina sem hagsmunaöflin eru líkleg til að umbera og gera tillögu hagsmunaaflanna að sinni. Svona stýra hagsmunaöflin stjórnmálaflokkum og ráða Íslandi í reynd.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: