„Það er gustur í hárinu á honum og heilanum undir því,“ þannig söng kúrekinn Hallbjörn um Davíð Oddsson. Þetta hefur átt sérlega vel við í gær þegar Davíð skrifaði Staksteinana sína. Þar finnur han harkalega að því að flokksformennirnir Þorgerður Katrín og Logi Einars hafi rætt mál Samherja á Alþingi.
„Það fór vel á því að formenn systurflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar sameinuðust á Alþingi í gær í tangarsókn gegn forsætisráðherra vegna sjávarútvegsins. Samfylking og Viðreisn láta fá tækifæri ónýtt að veitast að þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og virðast kætast sérstaklega lendi sjávarútvegsfyrirtæki í erfiðri umræðu. Það lýsir sérkennilegu viðhorfi til mikilvægrar atvinnugreinar og vekur spurningar – svo ekki sé fastar að orði kveðið – um erindi þessara flokka í stjórnmálum,“ var skrifaði í Hádegismóum þegar degi var tekið að halla á sprungusvæðinu skæða.
Áfram er haldið á sama hátt: „Fundið var að því að sérstakur skattur á sjávarútveg, veiðigjöldin svokölluðu, væri ekki hærri en raun ber vitni. Þau nema milljörðum króna á ári hverju, breytilegt eftir afkomu, og þetta eru gjöld sem engin önnur atvinnugrein þarf að bera. Og fyrirtæki í sjávarútvegi erlendis greiða ekki heldur slíkan aukaskatt, en íslensku fyrirtækin þurfa að keppa við þau, jafnvel erlend fyrirtæki á ríkisstyrkjum.“
Af lestrinum sést hver staðan væri ef Davíð var enn með valdatauma. Höldum áfram:
„Áróður systurflokkanna gengur út á það að sjávarútvegurinn greiði út óhóflegan arð. Það þykir líklega hljóma vel og líklegt fyrir lýðskrumara í aðdraganda kosninga til að slá nokkrar keilur. En staðreyndin er sú að sjávarútvegurinn greiðir alls ekki meiri arð en fyrirtæki almennt. Og lýðskrumsflokkarnir vita eflaust að arðsemi í sjávarútvegi er minni en almennt meðal til dæmis skráðra fyrirtækja. En staðreyndir mega ekki þvælast fyrir þegar kosningar nálgast.“
Blablabla.