„Íslensk verkalýðshreyfing og vinnumarkaður verða að stíga inn í nútímann og takast af ábyrgð á við það verkefni að semja um laun sem atvinnulífið stendur undir. Þetta felur til að mynda í sér viðurkenningu á því að of langt hafi verið gengið á undanförnum árum og að nú verði að huga að því að treysta undirstöður atvinnulífsins, tryggja möguleika þess til að vaxa og þar með til að fjölga störfum og tryggja öllum vinnu sem vilja vinna. Þessu forgangsverkefni aðila vinnumarkaðarins hefur verið ýtt til hliðar á liðnum árum en það verður að hefja í öndvegi á nýjan leik með skynsamlegri samningagerð.“
Þannig endar leiðari Moggans í dag. Í leiðaranum er vitnað til innanhúss manna í Borgartúni 35. Aðra ekki.