Sprengisandur Erum við landníðingar eða er allt í sóma, eða erum við einhversstaðar þar á milli?
Sveinn Runólfsson landfgræðslustjóri svarar þessu að óbreyttu í Sprengisandi á eftir. Áður hefur verið fjallað um vistspor sauðfjárræktar og þau sögð, á einstaka landssvæðum, með þeim mestu sem þekkjast í öllum heiminum. Eins hefur verið talað um aðkomu Landgræðslunnar.
Í síðasta þætti sagði landbúnaðarráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson, um Landgræðsluna í þessu samhengi: „Auðvitað þarf hún að koma fram með sín sjónarmið, en hún verður bara að passa sig á að setja þau fram með eðlilegum hætti“.
Svo er það ferðamennskan og álag hennar á landið og fleiri mál.
Sprengisandur á Bylgjunni klukkan tíu og til klukkan tólf.