- Advertisement -

„Íslenskt samfélag á að taka utan um alla“

„Við þurfum meiri mannúð í þennan málaflokk.“

„Það er til mælikvarði á það hversu manneskjuleg samfélög eru. Hann er sá hvernig við komum fram við þau sem minnst mega sín, hvort við útrýmum fátækt, hvort við styðjum við þau sem þurfa stuðning til að eiga mannsæmandi líf, hvernig við tökum á móti fólki sem til okkar leitar eftir alþjóðlegri vernd undan stríðsátökum, ofsóknum, sárafátækt eða afleiðingum loftslagsbreytinga. Íslenskt samfélag á að taka utan um alla. Það á ekki að reka neinn burt, ekki reka börn eða barnafjölskyldur út úr landi,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Alþingi.

„Meiri hluti almennings vill ekki slíka hörku eins og nýlegar skoðanakannanir sýna. Þær sýna nefnilega miklu jákvæðari afstöðu fólks en áður til samborgara okkar af erlendum uppruna og í raun og veru miklu jákvæðari afstöðu en endurspeglast oft hér í þessum þingsal. Það er verulegt umhugsunarefni. Við höfum líka séð samtakamátt þúsunda manna sem hafa tekið sig til og mótmælt því þegar reka átti börn úr landi. Það er ekki í takt við vilja fólks sem vill meiri mannúð, alvörumannúð, mannúðarsjónarmið sem þýða eitthvað vegna þess að það er greinilegur vilji til þess hjá fólki.

Það eru því vonbrigði að sjá þetta frumvarp koma hér fram í þriðja sinn ekki meira breytt en raun ber vitni vegna þess að við þurfum meiri mannúð í þennan málaflokk. Við þurfum skýrari afstöðu og skýrari skilaboð um það, ekki fagrar ræður og fögur fyrirheit, heldur skýrari afstöðu og aðgerðir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: