„Færeyskur stjórnmálamaður kvartar undan óbærilegum þrýstingi Sjálfstæðisflokksfólks til varnar hagsmunum Samherja í Færeyjum. Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert athugavert við þessa framgöngu, akkúrat ekkert,“ skrifar Gunnar Smári.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, er á svipuðum slóðum:
„Ömurlegt að sjá hrokafullt svar ráðamanns og ömurlegt að Færeyingar sem komu Íslandi til bjargar í Hruninu upplifi nú að vera sviknir, arðrændir og auðlind þeirra rænt af íslendingum. Svívirðilegum forhertum glæpalýð sem við höfum alið hér í skjóli sérhagsmuna. Hrein viðurstyggð verð ég að segja.“
Þú gætir haft áhuga á þessum