- Advertisement -

Illviðráðanleg skepna sem enginn vill rekast á

Gunnar Smári skrifar:

Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar, og þar með efnahagsráðherrans Bjarna, hefur skapað ástand sem er að þróast í það sem kallast stagflation, þegar verðbólgu vex á tímum atvinnuleysis og efnahagslegs samdráttar. Þetta er skepna sem enginn vill rekast á, því hún er ill viðráðanleg.

Flest lönd glíma við stöðnun og skort á verðbólgu, sem getur líka verið slæmt ástand; en hér er verðbólga, m.a. byggð á eignabólu, á sama tíma og hér ríkir mikið atvinnuleysi, sem aftur mun viðhalda samdrætti. Örvun efnahagslífsins með vaxtalækkunum mistókst, því aukið aðgengi fólks og fyrirtækja að fjármagni leiddi ekki til fjárfestinga, nýsköpunar eða nýrra starfa heldur aðeins eignabólu í gömlum eignum; einkum hlutabréfum og fasteignum.

Ástæðan er þráhyggja nýfrjálshyggjuliðsins, sem vill alls ekki að hið opinbera búi til störf þótt það sé eina fyrirbrigðið í samfélaginu sem getur gert það, einkafyrirtæki halda að sér höndunum þar til efnahagslífið tekur við sér og munu aldrei örva það í ládeyðunni. Aðeins hið opinbera er líklegt til þess.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fjölmiðlar eru uppteknir við að varpa út kynningarfundum ráðherranna í aðdraganda kosninga.

Nú hefur ríkisstjórnin ýtt undir stöðnun með því að halda aftur að getu hins opinbera og þegar hún ætlar að ýta undir kjark einkafyrirtækja er staðan sú að verðbólga er komin á skrið og hætt við að hækka þurfi vexti til að hemja hana, akkúrat þegar í raun ætti að lækka þá. Ríkisstjórnin byrjaði því á að binda hendur sínar út af stjórnmálakreddum en þarf svo að binda hendir allra með vaxtahækkunum þegar það ætti einmitt að lækka þá. Í niðursveiflunni vantaði beinar aðgerðir, ekki almenna örvun. Þegar lag er fyrir almenna örvun verður hún ómöguleg því hún myndi ýta undir mikla verðbólgu.

Hættan í þessu ástandi er margföld. Það er hætt við að uppblásin eignabóla springi akkúrat þegar markmiðið er að allt rísi upp, að einkafyrirtæki kippi höndunum að sér enn og aftur og fækki enn störfum. Nú, eða þá að verðbólga leiði til fækkunar starfa og samdráttar.

Því miður fæst engin umræða um þessa háskastöðu í efnahagslífinu. Fjölmiðlar eru uppteknir við að varpa út kynningarfundum ráðherranna í aðdraganda kosninga, þar sem þeir lýsa því hvernig þeir ætli að draga sig og heimsbyggðina alla upp á hárinu eða hvernig fyrir blessun guðs og góðra vætta allt muni skyndilega verða eins og áður var.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: