- Advertisement -

Aumingja Guðmundur – Ísland er of lítið fyrir hann

Hann fær að vigta eigin afla inn í sína vinnslu með afar hagstæðum hætti…

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Guðmundur Kristjánsson í Brimi er mikill maður, djúpvitur, ráðhollur, kurteis og vel auðugur af fé. Engu að síður þá ber nýlegt viðtal við Reykvíkinginn Guðmund á sjónvarpsstöðinni Hringbraut það með sér að hann hafi misst alla jarðtenginu og upplifi sig sem sárþjáð fórnarlamb. Vont fólk gæti kallað þetta forréttindablindu,

Hann virðist miður sín yfir því að Samkeppnisyfirvöld á Íslandi, leyfi honum ekki að komast yfir miklu stærri hluta en landslög leyfa, þar sem hann miðar sig og sína starfsemi við það sem fram fer í þjóðfélögum þar sem þegnarnir eru ekki taldir í þúsundum heldur milljónum og jafnvel hundruðum milljónum.  Svolítið eins og Hagar væru að kvarta  því að vera minni en Walmart.  En það búa 320 milljónir í BNA en 350 þúsund manns á Íslandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvers vegna í ósköpunum ætli svo sé ekki?

Hann virðist engan veginn átta sig á þeirri þeim forréttindum sem hann nýtur umfram nær alla aðra Íslendinga. Fyrirtæki Guðmundar, Brim hefur einokunarrétt til þess að nýta ríflega tíundahluta helstu þjóðarauðlindar Íslendinga. Hann fær að vigta eigin afla inn í sína vinnslu með afar hagstæðum hætti og á verði sem er langt undir raunvirði. Það er afar hagstætt fyrir Brim en afar óhagstætt bæði fyrir hafnar- og ríkissjóð, auk þess sem það gerir alla samkeppni við Brim nánast ógerlega.

Brim selur líkt og Samherji megin hluta af aflanum í gegnum sölufyrirtækin sín í útlöndum, líkt og Samherji gerir, en ósagt skal látið hvort að tilgangurinn með sölufyrirtækjunum sé sá sami og Baldvin Þorsteinsson lýsti svo eftirminnilega í tölvupósti þ.e. að snuða sjómenn. Hvað sem því líður þá er það í sjálfu sér stórmerkilegt að það fyrirfinnist nánast ekkert sölufyrirtæki á fiski á Íslandi, sem eitthvað kveður að en þar sem landað er árlega um einni hálfri milljón tonnum af fiski!  Þetta fyrirkomulag snuðar ekki bara sjómenn, þetta myndar ekki gjaldeyri þannig að þetta snuðar bókstaflega alla, alla nema Guðmund.  Hann er samt óhamingjusamur, lífið er ekki sanngjarnt.

Söguskýringar Guðmundar í þessu viðtali á upphaflegum markmiðum kvótakerfisins eru auðvitað hreinn skáldskapur sem stenst enga skoðun. Upphafleg markmið kvótakerfisins voru að stuðla að fiskvernd og tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu

Ef útgerðarmaðurinn væri sannfærður um að hann gerði betur í sinni vinnslu og seldi fiskinn á hærra verði en aðrir , þá væri hann helsti talsmaður þess að allur fiskur á Íslandsmiðum yrði seldur hæstbjóðandi – Hvers vegna í ósköpunum ætli svo sé ekki?

En það er gaman að sjá að Guðmundur ætlar að blanda sér í hagsmunabaráttu byggðarlaganna. Honum finnst sárt að sjá hversu illa sjávarútvegsstefnan er að fara með Reykvíkinga. Reykjavík á greinilega undir högg að sækja, það vantar þjónustu á svæðið, uppbyggingu og sterkari útveg. Landsbyggðin hefur verið að soga þetta til sín hin síðustu ár, undir forystu Guðmundar skal nú snúið vörn í sókn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: