Smalað gegn Lilju Rafneyju?
„Gleðilegt sumar kæru vinir. Ég þakka öllu því góða fólki sem studdi mig í Forvali VG um helgina. Ég fékk mikinn stuðning sem dugði þó ekki til þess að leiða lista VG áfram. Ég átti von á uppstokkun þegar félögum fjölgaði um 500 manns síðustu vikurnar,“ skrifar Lilja Rafney Magnúsdóttir til stuðningsmanna sinna.
Sem kunnugt var hún felld úr fyrsta særri framboðslista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Bjarni Jónsson sigraði.
„En svona eru leikreglurnar og umhugsunarvert til framtíðar litið hvað er besta fyrirkomulagið í vali á frambjóðendum. Ég finn stuðning við mín störf á Alþingi og þykir vænt um það. Ég íhuga næstu daga framhaldið í pólitlíkinni sem er skemmtileg en stundum skrýtin. Bestu þakkir og góðar heillaóskir til meðframbjóðenda,“ skrifar Lilja Rafney.