„Grimm örlög fótgönguliða Katrínar Jakobsdóttur í þinginu, þeir eru allir felldir í prófkjöri,“ skrifar Gunnar Smári um útreið óbreyttra þingmanna Vinstri grænna.
„Það hefur komið í ljós að Rósa Björk og Andrés Ingi tóku rétta ákvörðun með því að reyna að bjarga sér á flótta undan reiði flokksfólks. Lilja Rafney, Bjarkey, Kolbeinn og Ólafur liggja nú í valnum. Ef Steinunn Þóra verður felld í Reykjavík mun enginn almennur þingmaður hafa lifað þetta stjórnarsamstarf af,“ skrifar hann og endar svona:
„Almennt má ráðleggja áhugasömu fólki um pólitík eitt; aldrei fylgja Katrínu Jakobsdóttur, það er pólitískt sjálfsmorð.“
Þú gætir haft áhuga á þessum