Viðskipti Árið 2015 var ár mikilla hækkana á hlutabréfamarkaði. Úrvalsvísitalan hækkaði um 43% á árinu. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið að byggjast upp undanfarin ár, eftir nær algjört hrun árið 2008, og voru 3 ný félög skráð í kauphöllina á liðnu ári. Markaðurinn tók vel í nýskráningarnar og var umframeftirspurn í útboðunum.