Gunnar Smári:
Hér er ráðherra að svara út í hött. Svandís er spurð um vanfjármögnun hjúkrunarheimila í dag en svarar einhverju allt öðru; fer að tala um að hjúkrunarheimili séu ekki eina lausnin í þjónustu við aldraða, sem þau sannarlega eru ekki. En þótt aðrar lausnir yrði notaðar í botn myndi þörfin fyrir hjúkrunarheimili aldrei verða minni en sem nemur rýmum á þessum heimilum í dag. Þess vegna koma aðrir kostir í aðhlynningu og aðstoð við aldraða vanfjármögnun hjúkrunarheimila bara alls ekkert við.
Það er magnaður andskoti að ráðherrar skuli komast upp með svona moðreyk, aftur og aftur og aftur. Þarf ekki að taka upp inntökupróf á fréttastofu Ríkisútvarpsins, að fréttamönnum sem ekki ráða við að spyrja aftur þegar ráðherrar svara út í hött sé vísað frá, t.d. boðin vinna á safnadeild.