- Advertisement -

Próflaus Grímseyingur með 14,4 í forgjöf

Björn Birgisson setti inn skemmtilega grein á Facebook. Björn gaf leyfi til birtingar hér:

„Sko.

Stundum er eljan í sumu fólki þannig að maður botnar ekkert í dugnaði þess!

Skrapp í bíltúr vestur á Húsatóftavöll eftir hádegið, í slagveðursrigningu og hvassviðri og hugsaði á leiðinni að þetta væri nú ekkert golfveður.

En viti menn!

Á leiðinni ók ég fram á mann á reiðhjóli – með golfsett á bakinu!

Hann heitir Einar Helgi Gunnarsson og er frá Grímsey, en flutti til Grindavíkur fyrir tæpum tveimur árum og starfar sem flakari í fiskvinnslu Vísis.

Hann sagðist alltaf fara á reiðhjólinu vestur á Húsatóftavöll, tæpa 7 kílómetra hvora leið – alltaf með golfsettið á bakinu og oftast leika 18 holur!

Já sæll!

Hvers vegna ferðu alltaf á hjólinu hvernig sem viðrar?

Ég á engan bíl og er ekki með bílpróf!

Ha – ekki með bílpróf?

Nei, nei, það var enginn ökukennari í Grímsey!

Einar Helgi er fínasti golfari – með 14,4 í forgjöf og hún mun örugglega lækka í sumar!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: