Óðum styttist til kosninga. Þá fer hver að verða síðastur að bjarga því sem bjargað verður af gefnum loforðum. Ef það er ekki hægt þá er ekki annað að gera en lofa enn og aftur því sem áður hefur verið lofað.
Hann hefur skilað eftir mynduga byggðarkjarna í eigin kjördæmi. Hann er of vanmáttugur innan ríkisstjórnarinnar til að geta efnt eigin loforð. Hann skrifar grein í Mogga dagsins. Þar segir til dæmis:
„Stóra myndin í ljósleiðaravæðingu landsins er sú að eftir sitja byggðakjarnar vítt og breitt um landið, sem hafa ekki aðgang að ljósleiðara nema að takmörkuðu leyti. Það er einfaldlega ekki boðleg staða á fyrstu árum fjórðu iðnbyltingarinnar. Skilaboð sveitarfélaga eru afdráttarlaus og skýr í þessum efnum – það er forgangsmál að ljósleiðaravæða alla byggðakjarna,“ skrifar ráðherra málaflokksins. Kannski er hann heldur ekki boðlegur. Lesum áfram:
„Vonir stóðu til þess að ljósleiðaravæðing byggðakjarna færi fram samhliða Ísland ljóstengt-verkefninu á markaðslegum forsendum en sú uppbygging hefur því miður ekki gengið eftir sem skyldi,“ skrifar hann þegar hann lítur yfir farinn veg.
Þá er að grípa til loforða. Auðvitað eitthvað fram í tímann:
„Ég hyggst svara ákalli um ljósleiðaravæðingu byggðakjarna og leggja grunn að nýju samvinnuverkefni, Ísland fulltengt, í samræmi við markmið fjarskiptaáætlunar um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins alls fyrir árslok 2025.“
Bingó.
-sme