- Advertisement -

Kolbeinn er hrærður og hugsar sig um

Innan Vg er beðið hvað Kolbeinn Óttarsson Proppé hyggst gera. Skorað hefur verið á hann að gefa kost á sér á framboðslista í Reykjavík eftir höggið sem hann fékk í Suðurkjördæmi.

„Ég er hrærður og upp með mér yfir þess­um stuðningi, sem felst í áskor­un­inni,“ seg­ir Kol­beinn í viðtali í Mogganum í dag um áskoranir um að gefa kost á sér í Reykjavík.

 „Þarna eru á blaði nöfn sem hafa verið lífið og sál­in í Reykja­vík­ur­fé­lag­inu um langa hríð og ég tek mark á því þegar þau segj­ast telja þetta best fyr­ir Vg.“

Í Mogganum segir Kol­beinn að auk áskor­un­ar­inn­ar hafa hann fengið fjölda skila­boða og sím­tala með hvatn­ingu um fram­boð. Hann seg­ir að sér þyki mjög vænt um það allt, en hann vilji hugsa málið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er ekk­ert sjálf­gefið að fara úr einu for­vali í annað, hafi maður ekki náð til­sett­um ár­angri, fyr­ir nú utan hitt að það er tölu­vert fyr­ir­tæki að taka þátt í for­vali. Ég hef legið und­ir feldi um mín mál síðustu daga, en ég kem und­an hon­um og helg­inni með ákvörðun,“ seg­ir Kol­beinn í Mogganum í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: