- Advertisement -

Sjálfumglaðir ráðherrar

Samflokksfólk þess er að slátra þingmönnum í prófkjörum þessa dagana.

Gunnar Smári skrifar:

Í fréttum og spjallþáttum er þrástagast á vinsældum ríkisstjórnar og ráðherra og látið sem mæling á trausti á ríkisstjórn sé pólitísk afstaða. Mælt traust á ríkisstjórn er hins vegar fyrst og fremst afleiðing af afstöðubreytingu vegna cóvid. 

Fyrir cóvid sagði um helmingur landsmanna að hlutirnir væru á þróast í rétta átt en í cóvid reis þetta upp í meira en 3/4 hluta almennings. Þetta byggir á aukinni samstöðu fólks gagnvart utanaðkomandi ógn, samstöðu sem byggir á samkennd og samstöðu innan samfélags, ekki síst innan hins óformlega samfélags. Það er algjörlega galin kenning að halda því fram að þessi breyting hafi orðið vegna aðgerða ríkisstjórnar eða einstakra ráðherra. Ríkisstjórnin hefur hins vegar notið þessara breytinga í afstöðu almennings. Jákvæðari afstaða veldur því að fólk telur ekki rétt að gera ágreining við stjórnmál. En þetta á ekki við um ríkisstjórnarflokkana og enn síður við þingfólkið sem er bakbein ríkisstjórnarinnar. Samflokksfólk þess er að slátra þingmönnum í prófkjörum þessa dagana.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Til að glöggva sig á þessu skal ég stilla þessu upp í rétt röð:

Í febrúar 2020 sögðu 51% landsmanna í könnun MMR að hlutirnir væru að þróast í rétta átt en í febrúar 2021 var þetta hlutfall komið í 77%. Þetta er grunnurinn.

Í febrúar 2020 sögðust 38,8% landsmanna treysta ríkisstjórninni í könnun MMR en í síðustu könnun var þetta hlutfall komið í 52,5%. Þetta er afleiðingin; aukin samstaða í samfélaginu, sem á rætur í aðstæðum sem í grunninn er ekki pólitískt, ýtir undir traust á stofnunum samfélagsins, þ.m.t. ríkisstjórninni. 

Við gætum sagt að þegar þeim fjölgar um helming, 50%, sem telja að hlutirnir þróist í rétta átt þá fjölgar þeim um 35% sem treysta ríkisstjórninni. 

Í febrúar 2020 sögðust 21,3% styðja Sjálfstæðisflokkinn, 9,9% VG og 7,4% Framsókn. Samtals er þetta 38,6%. Í nýjustu könnun MMR sögðust 23,1% styðja Sjálfstæðisflokkinn, 10,1% VG og 11,5% Framsókn. Samtals er þetta 44,7%. Stuðningsfólki ríkisstjórnarflokkanna hefur fjölgað um 16%.

Þið sjáið að traustið trappast niður því nær raunverulegum stjórnmálum fólk lýsir afstöðu sinni. Og þegar komið er að stjórnmálafólkinu sjálfu birtist afstaða almennings alls ekki sem aukið traust, eins og ætla mætti stemmingunni í spjallþáttunum. Sem eru reyndar sérstakt vandamál í samfélaginu. Spjallið einkennist af þörf betur setta fólksins fyrir að sannfæra hvort annað um að hér sé allt gott og blessað.

Undir niðri er sama óánægjan með stjórnmálin, djúp tilfinning fyrir svikum stjórnmálanna gagnvart almenningi. Í könnunum um traust á ríkisstjórn er hún hulin undir almennri afstöðu um að á hættutímum sé mikilvægt að styðja þau sem valist hafa til að taka ákvarðanir. Hættutímar eru ekki tími til að ala á sundrung. Í könnunum um fylgi flokka er vantraustið hulið undir áhugaleysi almennings gagnvart stjórnmálunum á þessum tíma, fylgið haggast sáralítið milli mánaða eins og stjórnmálin séu einfaldlega ekki á dagskrá. Segja má að það einkenni stjórnmálin þessi misserin að almenningur upplifi það ekki aðkallandi að taka afstöðu. Almenningur veit að það er mikilvægt, en það er ekki enn áríðandi. Það gerist ekki fyrr en líður að kosningum. Og svo auðvitað í smærra mæli í prófkjörum, þegar flokksfólks einstakra flokka tekur afstöðu til frambjóðenda. Þá kemur í ljóst að þeir þingmenn Framsóknar og VG sem hafa stutt þessa ríkisstjórn fá afleita útkomu, eins og þeir starfsmenn flokksforystunnar sem hafa spyrt sig sérstaklega við hin meintu góðu verk stjórnarinnar.

Það er í raun sprenghlægilegt að hlusta á þá í viðtölum fyrir utan Ráðherrabústaðinn, þeir eru svo sjálfumglaðir.

Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Ef þetta kemur þér á óvart þá er það vegna þess að þú dróst rangar ályktanir af breyttu hugarfari í samfélagi á tímum cóvid. Hugarfarið breyttist og þar með afstaða til ríkisstjórnar. Það var alls ekki þannig að aðgerðir ríkisstjórnarinnar breyttu hugarfarinu, þótt fréttamenn og fólkið í spjallþáttunum reyni að sannfæra sig um það. Það er því hætt við að ráðherrarnir og ríkisstjórnarflokkarnir eigi eftir að lenda í stórkostlegum vandræðum þegar líður að kosningum. Og enn frekar eftir því sem ráðherrarnir verða montnari, en þeir hafa belgst æði mikið út í jákvæðu andrúmslofti vegna cóvid. Það er í raun sprenghlægilegt að hlusta á þá í viðtölum fyrir utan Ráðherrabústaðinn, þeir eru svo sjálfumglaðir.

Til að skýra betur hversu hratt aukinn samstaða gufar upp því nær sem hún kemst raunverulegum stjórnmálum getum við sagt að við cóvid hafi 75 þúsund manns sveiflast frá því að upplifa að hlutirnir væru að þróast á verri veg yfir til þess að skynja að hlutirnir væru að þróast í rétta átt. 40 þúsund sveifluðust frá því að vantreysta ríkisstjórninni yfir í að treysta ríkisstjórn á háskatímum. Á sama tíma hafa 18 þúsund sveiflast frá stuðningi við stjórnarandstöðuna yfir í stuðning við ríkisstjórnarflokkanna. Aðeins 1/4 af bylgju aukinnar samstöðu og jákvæðni nær til ríkisstjórnarflokkanna í könnunum, sem gerðar eru á tímum þegar fólk er ekki farið að taka raunverulega afstöðu, á tímum þegar hefðbundin átakmál stjórnmálanna eru alls ekki komin á dagskrá. Og þegar flokkarnir efna til prófkjöra þá mæta miklu færri til leiks en á fyrri árum og þau sem mæta gefa forsmekkinn af því sem líklega gerist þegar raunveruleg stjórnmál komast loks á dagskrá eftir farsóttina, þegar meirihluti almennings finnur að nú sé áríðandi að taka afstöðu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: