Sprengisandur Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra svaraði, aðspurður í Sprengisandi á Bylgjunni, að til tals hafi komið að þegar heildarkvóti fer upp fyrir eitthvert ákveðið mark að þá hafi því verið velt upp að setja þak á úthlutun og nota svigrúmið sem þannig skapast til að leigja kvóta eða eða gera annað til að efla nýliðun í útvegi.
Bjart er framundan í flestum botnfisktegundum, einkum þorski. Þar er útlitið bjartara en áður í tuttgu ára sögu stofnmælina.
Sigurður Ingi sagði marga hafa þessar skoðanir og þær hafi verið ræddar innan Framsóknarflokksins árin 2010 og 2011.
Ljóst er að þeir sem hafa keypt kvóta fyrir fáum árum munu hagnast verulega á kaupunum verði öllum kvóta úthlutað samkvæmt núverandi kerfi.
Kemur til greina að endurskoða úthlutunina?
„Nei, við erum ekk að vinna að því.“