- Advertisement -

Kann Bjarni ekki að skammast sín?

„Ég veit, Bjarni fjár­málaráðherra, að það þýðir ekki að segja þér að skamm­ast þín því þú kannt það ekki. Svo mörg eru þau orð og virðist held­ur ekki sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins viti hvað stend­ur í stefnu­skrá flokks­ins,“ þannig endar Hjörleifur Hallgríms, eldri borgari kröftuga grein í Mogganum í dag.

Grein Hjörleifs hefst svona:

„Fyr­ir stuttu talaði Guðmund­ur Ingi, þingmaður Flokks fólks­ins, úr ræðustól þings­ins um bág kjör ör­yrkja og elli­líf­eyr­isþega og benti t.d. á að á skömm­um tíma hefðu laun alþing­is­manna hækkað um 250 þús. kr. eða svipaða upp­hæð og elli­líf­eyr­isþegar eiga að lifa af á mánuði. Svarið sem þingmaður­inn fékk frá fjár­málaráðherra var á þá leið að hvaðan ættu þeir pen­ing­ar að koma til hækk­un­ar á kjör­um þessa fólks þegar rík­is­sjóður væri rek­inn með 300 millj­arða halla. Því­líkt svar, og vil ég í því sam­bandi vitna í blað sem kom út fyr­ir rúm­um tveim­ur árum, þar sem seg­ir að af­skrift­ir fjöl­skyldu­fyr­ir­tækja sem Bjarni fjár­málaráðherra teng­ist séu um 130 millj­arðar og hefði trú­lega mátt gera eitt­hvað við þá upp­hæð til hags­bóta fyr­ir elli­líf­eyr­isþega ef þessi upp­hæð hefði skilað sér á heiðarleg­an hátt. Og ósvífn­in er ekki öll þegar til­lit er tekið til að hækk­an­ir elli­líf­eyr­is hafa hvorki haldið í við al­menna launaþróun né hækk­an­ir lág­marks­launa á valda­tíma rík­is­stjórn­ar­inn­ar og bít­ur Bjarni fjár­málaráðherra höfuðið af skömm­inni með grein í Morg­un­blaðinu í mars sl.“

Þú ert það slótt­ug­ur, Bjarni…

„Fyr­ir­sögn grein­ar­inn­ar var „Fólkið sem ól okk­ur upp“. Já Bjarni, fólkið sem ól ykk­ur upp og lagði nótt við dag til að hjálpa til við að þetta þjóðfé­lag mætti vaxa og dafna og hef­ur vel til tek­ist og bað ekki um 36 stunda vinnu­viku eða minna held­ur var skilað helst ekki minna en 70-80 stunda vinnu­viku. Eng­inn vældi en marg­ir bognuðu í baki og blóð spratt fram und­an nögl­um og þetta er þakk­lætið, Bjarni fjár­málaráðherra, þú kannt ekki að skamm­ast þín. Elli­líf­eyr­isþegar sem lak­ast hafa það eru með strípaðar trygg­inga­bæt­ur inn­an við 300 þús. á mán. eða u.þ.b. tíu sinn­um lægri laun en þú sjálf­ur. Þetta fólk þarf að hafa að lág­marki án skatts 350 þús. kr. á mán. ef það á að kom­ast sæmi­lega af og er þó eng­inn af­gang­ur. Nú veit ég að marg­ir elli­líf­eyr­isþegar hafa það sæmi­legt og er það vel og á ég þar við fólkið sem er með háar greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum þótt trygg­inga­bæt­ur hafi þá skerst. En með ber­ar trygg­inga­bæt­ur inn­an við kr. 300 þús. á mán. og lítið sem ekk­ert úr líf­eyr­is­sjóði og e.t.v. helm­ing í húsa­leigu sér hver heil­vita maður að dæmið geng­ur alls ekki upp og fólk lif­ir ekki sóma­sam­legu lífi, langt í frá. Þú ert það slótt­ug­ur, Bjarni, í grein þinni að minn­ast bara á það fólk sem hef­ur það sæmi­legt en minn­ist ekki á þá sem lepja dauðann úr skel. Það er ekki mik­ill vandi að lag­færa kjör þessa fólks sem svo illa stend­ur; allt sem þarf er að fara í skatta­skýrsl­ur þar sem á að standa svart á hvítu hvernig þetta fólk hef­ur það og hvar úrræða er þörf en þú virðist ekki hafa áhuga á slíku.

Í inn­gang­in­um að grein þinni í Morg­un­blaðinu seg­ir: „Frá því Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tók að nýju sæti í rík­is­stjórn árið 2013 höf­um við unnið mark­visst að bætt­um kjör­um allra með því að nýta kraft­mikið hag­vaxt­ar­skeið með því að standa með tekju­lág­um. Þetta sýn­ir sag­an.“ Því­lík öf­ug­mæli og þetta er sagt án kinn­roða. Að lok­um vil ég vitna í ágæta sjálf­stæðis­konu, fv. formann Hvat­ar, Maríu E. Ingva­dótt­ur, þar sem hún seg­ir í grein: „Í stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins stend­ur að hver maður skuli geta lifað af laun­um sín­um með sæmd.“ Enn frem­ur sagði hinn virti rit­höf­und­ur með meiru, Ólaf­ur Jó­hann: „Það eru for­rétt­indi að þurfa ekki að hafa áhyggj­ur af pen­ing­um.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: