- Advertisement -

Enginn þingmaður var á móti lögunum

Ólafur Þór Gunnarsson.

„Niðurstaða héraðsdóms um sóttvarnarhús kemur mér á óvart, einkum hvað valið er að túlka það þröngt,“ skrifar Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vg.

„Það var a.m.k. ekki minn skilningur á greininni, einkum þegar hún er lesin í samhengi við aðrar greinar laganna. Það er mikilvægt að meðalhófs sé gætt við lagasetningu og ég tel að velferðarnefnd hafi gert það. Nú liggur hinsvegar fyrir að dómnum finnst að nýleg reglugerð hafi ekki næga lagastoð, hvað varðar að setja skyldu, við tilteknar aðstæður, um að fólk þurfi að sæta sóttkví á tilteknum stað. Mitt mat er að tillaga sóttvarnarlæknis hafi verið skynsamleg í ljósi aðstæðna. Nú þarf að leggjast yfir hvort hægt er með breytingu á reglugerðinni að laga hana að lögunum eftir þessa túlkun dómsins , eða hvort þarf að skoða breytingu á lögunum til að þau nái markmiðum sínum.

Þá er einnig mikilvægt í ljósi umræðunnar að benda á að lögin voru samþykkt mótakvæðalaust í þinginu, bæði við 2. og 3. umræðu.

Í mínum huga snúa sóttvarnarlög að því að vernda líf og heilsu landsmanna. Mörg ákvæði þeirra eru vafalítið íþyngjandi fyrir fólk, en það er ekki markmiðið. Markmiðið er að tryggja að við þær erfiðu aðstæður sem uppi eru þegar faraldur eins og þessi gengur yfir hafi stjórnvöld þau tæki sem þarf til að vernda líf og heilsu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: