- Advertisement -

Borgin rukkar öryrkjar ólöglega

Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Mynd: Ívar Snædal.

„Bílastæðasjóður telji sig hins vegar hafa heimild til að innheimta gjald af handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra með vísan í samþykkt Reykjavíkurborgar frá 1988 um Bílastæðasjóð Reykjavíkur. Grunlausir handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða hafi því fengið rukkanir í heimabanka vegna ætlaðra stöðubrota á grundvelli innri reglna Reykjavíkurborgar, sem ekki virðast hafa stuðning í löggjöf. Í erindinu er tekið fram að hreyfihamlaðir einstaklingar eru mun lengur að athafna sig en aðrir bílastæðanotendur og hafa oft ekki annarra kosta völ en að nota einkabíl, þar sem almenningssamgöngur, hjólreiðar eða ganga eru ekki raunhæfur kostur,“ segir í bókun Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sósíalistaflokki í borgarráði.

Þar segir einnig: „Fulltrúi sósíalista tekur undir erindi frá fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks. Í erindinu er farið fram á að aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkur sendi frá sér ályktun um að handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða skuli vera undanskildir gjaldskyldu í borgarlandinu, hvort sem um er að ræða í bílastæðahúsum, bílskýlum eða undir beru lofti. Í erindinu kemur fram að Bílastæðasjóður hafi um nokkurt skeið innheimt gjald af handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra vegna lagningar ökutækja í bílastæðahúsum borgarinnar. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða nr. 1130/2016 er handhafa stæðiskorts þó heimilt að leggja ökutæki í bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða og í önnur gjaldskyld bifreiðastæði (stöðureit) án greiðslu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: