- Advertisement -

Stunda féflettingar á ábyrgð Bjarna

Séra Geir Waage.

„Það er ekki vanzalaust að stofn­un­um rík­is­ins sje með þess­um hætti beitt til að fjefletta fólk. Fjár­málaráðherra á ekki að líða þenn­an hrá­skinna­leik, sem er á hans ábyrgð,“ segir meðal annars í fínni Moggagrein séra Geirs Waage, fyrrum sóknarprests í Reykholti.

„Hug­takið „frí­tekju­mark“ er eitt­hvert sví­v­irðileg­asta rán­stól sem fundið hef­ur verið upp til að mis­muna fólki og hafa af þeim tekj­ur, sem minnst mega sín. Al­menn­ir skatt­ar eru viðtek­in leið til að afla rík­inu tekna og eiga jafnt yfir alla að ganga. Ekki mun rík­is­sjóði of­rausn af skatt­tekj­um, einnig þeirra sem vilja vinna og geta það. Það er hins veg­ar sví­v­irða að banna frjáls­um mönn­um að vinna og gera upp­tæk­an í rík­is­sjóð afla þeirra af ölm­us­unni, sem búið er að gera úr elli­laun­un­um. Þetta er of­ur­skatt­ur. Þegar lög­bundn­um líf­eyr­is­sjóðsgreiðslum er bætt ofan á aðra skatta á Ísland heims­met í skatt­heimtu. Í allri um­fjöll­un stjórn­mála­manna virðist enda út frá því gengið, að líf­eyr­is­sjóðsgreiðslur sjeu í reynd skatt­greiðslur og láta þær yf­ir­taka skuld­bind­ing­ar rík­is­ins um elli­líf­eyr­is­greiðslur að hluta. Elli­líf­eyr­ir fólks­ins hef­ur verið gerður að ölm­usu,“ segir einnig í grein séra Geirs Waage.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: