„Það er ekki vanzalaust að stofnunum ríkisins sje með þessum hætti beitt til að fjefletta fólk. Fjármálaráðherra á ekki að líða þennan hráskinnaleik, sem er á hans ábyrgð,“ segir meðal annars í fínni Moggagrein séra Geirs Waage, fyrrum sóknarprests í Reykholti.
„Hugtakið „frítekjumark“ er eitthvert svívirðilegasta ránstól sem fundið hefur verið upp til að mismuna fólki og hafa af þeim tekjur, sem minnst mega sín. Almennir skattar eru viðtekin leið til að afla ríkinu tekna og eiga jafnt yfir alla að ganga. Ekki mun ríkissjóði ofrausn af skatttekjum, einnig þeirra sem vilja vinna og geta það. Það er hins vegar svívirða að banna frjálsum mönnum að vinna og gera upptækan í ríkissjóð afla þeirra af ölmusunni, sem búið er að gera úr ellilaununum. Þetta er ofurskattur. Þegar lögbundnum lífeyrissjóðsgreiðslum er bætt ofan á aðra skatta á Ísland heimsmet í skattheimtu. Í allri umfjöllun stjórnmálamanna virðist enda út frá því gengið, að lífeyrissjóðsgreiðslur sjeu í reynd skattgreiðslur og láta þær yfirtaka skuldbindingar ríkisins um ellilífeyrisgreiðslur að hluta. Ellilífeyrir fólksins hefur verið gerður að ölmusu,“ segir einnig í grein séra Geirs Waage.