- Advertisement -

Fær hærri laun fyrir minni vinnu

Haraldur Bjarnason blaðamaður:

Í hádegisfréttum RÚV kom fram að m.a. vegna minni vinnu hjá forstjóra nokkrum hefði þurft að hækka laun hans. Um það hefði stjórn þessa fyrirtækis, í eigu nokkurra sveitarfélaga, verið sammála. – Öfugsnúin eru rökin, sem stjórn OR leggur fram fyrir að hækka laun forstjóra í tæpar 3 milljónir á mánuði, þegar tekið er fram að forstjórinn sitji ekki lengur í stjórnum dótturfélaga. – Svo spyr maður sig af hverju fréttamaður RÚV lét þetta duga í stað þess að spyrja hvers vegna maðurinn þurfi meiri laun fyrir minni vinnu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: