- Advertisement -

Enginn stuðningur úr sölum valdsins

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Nú er í umræðunni fókus á launamun á milli karla og kvenna vegna uppfærðrar tekju­sögu stjórn­valda. Þegar ég fylgist með þessu get ég ekki annað en rifjað upp að enginn stuðningur barst Eflingar-konunum, ómissandi starfsfólkinu, framlínustarfsfólkinu, umönnunarstarfsfólkinu, innan úr sölum valdsins síðasta vetur þegar við þurftum að fara í sex vikna verkfall í Reykjavíkurborg til að fá viðurkenningu á því að hin hefðbundnu kvennastörf hefðu verið sögulega vanmetin og því þyrfti að leiðrétta þau sérstaklega. Í sex vikur höfðu valdhafar í borginni og valdhafar í Stjórnarráðinu tækifæri til að stíga fram og lýsa því hátt og snjallt yfir að augljóslega ætti að verða við kröfum Eflingar-kvenna, að augljóslega væri fáránlegt og til skammar að láta konurnar sem annast börnin og konurnar sem aðstoða gamalt fólk, konurnar sem vinna undirstöðustörfin, vera í hópi þeirra lægst launuðu á íslenskum vinnumarkaði. En það gerðist ekki. Aftur á móti nutum við mikils stuðnings almennings í borginni, sem gladdi okkur mjög og stappaði í okkur stálinu í þessari erfiðu baráttu, og öllum þeim árásum sem á okkur dundu (reyndar var það svoleiðis að eftir því sem tekjur og menntun urðu meiri hjá fólk dró úr stuðningi við baráttu okkar). Staðreyndin er að fyrir valdhafa vorum við ekkert nema ógn við stöðugleikann þeirra.

Láglaunakonur hafa sjálfar farið í það mikilvæga verkefni að krefjast róttækra breytinga á því hvernig störf þeirra og mikilvægi eru metin, sjálfar farið í að „fremja jafnrétti“, sjálfar farið í að taka slaginn sem engin hafði áhuga á að taka fyrir þær, sjálfar farið í að sýna mikið og magnað pólitískt hugrekki. Við vorum búnar að komast að því, sennilega meira en nokkru öðru, að pólitíkin hafði engan áhuga á högum okkar, vissum að ef að við ætluðum að bíða eftir því að nefnd skilaði niðurstöðu sem ætti að gera okkar kjör betri og stöðu okkar merkilegri, þyrftum við að bíða svo lengi að við myndum drepast löngu áður en það gerðist. Þessi vitneskja okkar sannaðist svo algjörlega þegar þau með völdin urðu ekkert nema bitur útí okkur fyrir að taka málin í eigin kvenna-hendur og hætta að bíða eftir brauðmolum búrókrata og valdafólks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: