- Advertisement -

Ísland er óligarkaland

Gunnar Smári skrifar:

Ísland er óligarkaland, eins og Rússland, þar sem fáeinir braskarar sölsuðu undir sig öllum eignum almennings eftir hrun Sovétsins. Hérna er skyndimynd af ástandinu.

Blokkirnar sem bandaríski herinn byggði undir hermenn sína skyndilega orðnar að eign tveggja viðskiptafélaga Björgólfs Thors, tengdasonar Björns Bjarnasonar, sem segja má að sé (vond) samviska Sjálfstæðisflokksins, og parsins sem hélt sögufrægt partí fyrir Bjarna Benediktssonar í Ásmundasal á Þorláksmessu þegar samkomubann gilti fyrir aðra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fréttin er um að braskfélagið sé rekið með tapi en sé samt að færa þessu fólki mikið fé, 2.350 m.kr. eða 470 m.kr. á mann að meðaltali.

Það er til fólk sem heldur að svona óligarkakerfi þjóni almenningi best. Fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn styðja þetta kerfi Viðreisn og Miðflokkurinn, Framsókn, VG og Samfylkingin; þeir flokkar sem kalla má fjórflokkinn þótt þeir séu sex.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: