- Advertisement -

Þrjú berjast um forystusætið

Guðrún Hafsteinsdóttir í Kjörís ætlar sér fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Páll Magnússon vill eflaust halda forystusæætinu. Að auki hefur Vilhjálmur Árnason þingmaður í Grindavík sagst ætla að keppa um efsta sæti listans.

Það verður gaman að fylgjast með baráttu þeirra þriggja.

Guðrún skrifaði í kvöld:

Kæru vinir

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í kvöld tilkynnti ég félögum mínum á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði þá ákvörðun mína að ég muni bjóða mig fram til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí.

Síðustu vikur og mánuði hef ég fengið mikla hvatningu, alls staðar að í Suðurkjördæmi,  til að bjóða mig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna.  Ég er þakklát öllum þeim sem hafa stutt mig og hvatt með ráðum og dáð og hlakka til þessa verkefnis sem framundan er.

Suðurkjördæmi býr yfir miklum tækifærum sem brýnt er að efla.  Ég er tilbúin að taka þátt í þeirri vinnu og tel að reynsla mín og þekking muni  nýtast vel. Í Suðurkjördæmi er iðandi og gott mannlíf og hér höfum við allt sem þarf til að vera leiðandi á öllum sviðum atvinnulífs. Ég trúi því að saman getum við eflt undirstöðu atvinnugreinar okkar og bætt lífskjör okkar sem hér búum og störfum.

Ég vil hafa áhrif á þróun samfélagsins og því býð ég mig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer þann 29. maí.

Ég hef opnað vefsíðuna www.gudrunhafsteins.is þar sem ég mun setja inn greinar um áherslumál mín, hugleiðingar og fréttir ásamt viðburðum sem haldnir verða í  þessari prófkjörs baráttu.  Einnig  hef ég komið upp „Like“ síðu á Facebook www.facebook.com/gudrunhafsteins1 þar sem þið getið fylgst með ferðalögum mínum um kjördæmið.

Sjáumst og heyrumst,

Guðrún Hafsteins


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: