Mannlíf „Ég var að vinna á hóteli á Laugavegi þann 24. og það var fólk sem keypti af mér samloku með skinku og osti um kvöldið. Við hringdum í flesta staði sem voru opnir og merktum við þegar þeir urðu fullbókaðir,“ skrifar Þormóður Símonarson, starfsmaður á hóteli, á Facebook.
Hann heldur áfram: „Þó að um 20 staðir hafi verið opnir hefur það lítið að segja. Samkvæmt tripadvisor eru um 380 veitingastaðir í Reykjavík, svo að 20 staðir eru aðeins rúmlega 5%. Þegar þeir eru allir opnir getur samt verið erfitt að fá borð á föstudögum og laugardögum. Ég veit reyndar ekki hversu mörg % af gistirými bæjarins var nýtt, en mig grunar að það hafi verið nokkuð mörg %.“
Sumt starfsfólk ferðaþjónustannar hefur brugðist við vandanum sem skapaðist meðal ferðafólks á aðfangadag sökum þess hversu erfitt var að fá keyptan mat. Þrátt fyrir að nokkrir veitingastaðir hafi verið opnir er augljóst að þeir náðu ekki að sinna öllum sem vildu fá keyptan mat.
Inga Lisa Solons, segir sín upplifun hafi verið á þá leið að allt hafi verið lokað, en hún var á ferð ásamt erlendum gestum.
„Það var erfitt að finna út opnunartíma og allt fullbókað á veitingahúsum um jólin sérstaklega jóladag. Ekki allir sem hafa reynslu og aðgang að þessum síðum sem þið talið um. aAlgjörlega þess virði að tala um,“ skrifar einn á Facebook.
Fullbókað
Deilt er um hvort upplýsingar til ferðamanna hafi verið eins augljósar og gera mátti ráð fyrir er eitt sem rætt er um:
„Ég væri svo til i að vita um allar þessar upplýsingar. Ég var að vinna um jólin og hringdi á alla opnu staðina og fullbókað var á næstum öllum. Náði að þjappa nokkrum inn. Svo vissi eg ekkert ad 24/7 (10/11) var lokad á jóladag. Krambúðinvar víist ein af fáum opin á jóladag. Heyrði Það frá gesti. Égg sá ekki á hvaða síðu var listi yfir búðir almennt og hvað þá strætó eða Bílastæðasjoðinn? Allt a sitthvorum síðum. Hvaða einni síðu var allt Þetta? MMargir útlendingar að vinna á hótelunum um jólin svo gott að hafa þetta á ensku lika.“
Vissu ekki neitt
Inga Lisa skrifar svo:
„1. Bara til að sé á kristal tæru; þá er ég að vinna við vísindalegar rannsóknir með Harvard og Oxford prófessora.
2. Við vorum með BBC 2 crew guys i rúm 2 klst „að taka út miðbæinn“:
A) ætlum að fá eitthvað létt að borða
B) kaupa reyktan lax til að taka með okkur til Grænlands.
3. Ég hitti / talaði við hátt 18 ferðalanga. Þau áttu líkt erindi.
4. Síðasta setning hjá þér ekki i samræmi við það sem fór hér fram.
5. Niðurstaðan var að uppl með opnunartíma veitingastaða / verzlun hafa ekki borist nóg vel og má gera betur. (Prenta út fallegar möppur og afhenda til hótel / hostel, bara hugmynd).
6. Mínir gestir og flestir voru samt glaðir að sjá þrátt fyrir „matar málin“ en þeir koma til að segja frá þessu auðvitað sem er ekki gott fyrst það eina sem vantar er upplýsinga flæði til flestra alla leið.
7. Að lokum. Mitt BBC 2 crewið var á afar flottu hótelið (4 stjarna) þar sem starfsmenn i móttöku HAFA EKKI VITAÐ NEITT um opnunar tíma.
8. Btw. Kannski for fram hjá en það voru fluttar líka mjög jákvæðar fréttir um aukningu ferðamanna.“