- Advertisement -

Hirðir 28 milljarða af eldri borgurum

„Síðan seg­ir ráðherr­ann að Íslend­ing­ar eigi að vera stolt­ir af öfl­ugu al­manna­trygg­inga­kerfi. Eig­um við að vera stolt af því að ríkið hirði af eldri borg­ur­um ár­lega um 28 millj­arða vegna skerðinga á greiðslum TR til þeirra?“

Þannig skrifar séra Halldór Gunnarsson í nýrri Moggagrein.

Í greininni gagnrýnir Halldór Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ný­lega svaraði fjár­málaráðherra fyr­ir­spurn á Alþingi: „Aldrei hef­ur meira verið gert fyr­ir aldraða […] Í fyrsta lagi hafa kjör þeirra sem minnst hafa milli hand­anna af þeim sem fá bæt­ur frá al­manna­trygg­ing­um batnað hraðast á und­an­förn­um árum. Kjör þeirra hafa batnað hraðar en þeirra sem hafa meira á milli hand­anna en þiggja þó eitt­hvað úr al­manna­trygg­inga­kerf­inu.“

Þetta er að mestu leyti rangt eins og ég hef bent á í fyrri grein­um mín­um um þessi mál. Hér má einnig spyrja hverju ráðherr­ann myndi svara ein­faldri spurn­ingu, sem lyti að því að ís­lenska ríkið greiði hlut­falls­lega lægst allra þjóða inn­an OECD til eldri borg­ara gegn­um TR,“ segir einnig í grein Halldórs.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: