- Advertisement -

Suðurlandsskjálfti í Sjálfstæðisflokki

Róbert Marshall og Kolbeinn Óttarsson Proppé.

Eyjamennirnir Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson munu þurfa að hafa fyrir því að halda tveimur efstu sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Bæði Vilhjálmur Árnason, sem hefur verið í þriðja sæti listans, og Guðrún Hafsteinsdóttir í Hveragerði sækja að þeim Páli og Ásmundi.

Báðir, Páll og Ásmundur, virðast una sér vel á Alþingi og hafa þá ástæðu til að verjast. Mikli hagsmunir eru undir. Þeir eru báðir nokkuð á sjötugsaldri og ákall um yngra fólk kann að reynast þeim erfitt.

Það er reyndar víðar sem barist verður í Suðurkjördæmi. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður og Róbert Marshall, fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar sem og Samfylkingarinnar og Eyjamaður, munu hið minnsta tveir berjast um efsta sæti hjá Vinstri grænum. Róbert er í starfsliði formannsins og forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur.

Því er ekki út í bláinn að ætla að framboð Róberts hafi fengið vilyrði formannsins. Ef svo er eru vonir Kolbeins ekki miklar. Hann lagði á flótta frá Reykjavík þar sem fylgi Vinstri grænna hefur ekki gefið Kolbeini vonir um þingsæti þar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: