- Advertisement -

Vinstri græn hafna eigin forystukonum

Katrín og Svandís munu eflaust halda sínum sætum á framboðslistunum.

Þau voru merk úrslitin í vali Vinstri grænna á framboðslistann í Norðausturkjördæmi. Tveimur af helstu forystukonum flokksins var hafnað, þingflokksformanninum og ritara flokksins. Fengu báðar bylmingshögg.

Báðar Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og ritari flokksins, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður sóttust eftir auðu forystusæti í kjördæminu. Bjarkey settist fyrst á þing árið 2004 þá sem varaþingmaður.

Ra­f­rænt for­val VG í kjör­dæm­inu var dagana 13. til 15. fe­brú­ar. Þar Óli Hall­dórs­son varaþingmaður hlut­skarp­ast­ur, þá Bjarkey Olsen, þing­flokks­formaður VG og í þriðja sæti, er Jó­dís Skúla­dótt­ir. Kári Gauta­son varð fjórði og í fimmta sæti varð Jana Salóme Ingi­bjarg­ar Jóseps­dótt­ir.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Lilja Rafney og Kolbeinn. Mikil óvissa er um pólitíska framtið þeirra.

„Þá eru niðurstöður komnar. Það er augljóslega meira framboð af mér en eftirspurn og félagar mínir í VG í NA hafna mér fullkomlega. Það breytir nú samt ekki því að ég mun standa við bakið á VG og þessum lista sem samanstendur af frábæru fólki,“ skrifar Ingibjörg á Facebook.

Bjarkey liggur undir feldi. Efast um hvort hún eigi að þiggja sætið sem hún var valin til að sitja í.

„Nú mun ég heyra í mínu baklandi og taka mér þann tíma sem ég þarf til þess að kom­ast að niður­stöðu,“ hefur Bjarkey sagt.

Svo er það, er þetta fyrsta stóra breytingin í framboðum Vinstri grænna. Víst má telja að Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir séu öruggar um að leiða listana í Reykjavík. Aðrir sitjandi þingmenn eru í hættu um að missa þingsæti. Ekki síst Kolbeinn Óttarsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: