- Advertisement -

Þetta er Sigurður Páll Jónsson

Gunnar Smári skrifar:

Þar á meðal Sigurður Páll, sem á grásleppubát.

Þetta er Sigurður Páll Jónsson. Hann er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og situr í atvinnuveganefnd . Þar er til meðferðar frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu grásleppu, sem er ein fárra fisktegunda sem ekki hefur verið felld undir kvótakerfið. Trillukarlar skiptast í tvö horn um þetta frumvarp. Margir telja það muni grafa undan grásleppuveiðum, leiða til samþjöppunar og að kvótinn færist á fleiri hendur, bátarnir stækki og gengið verið nær stofninum. Aðrir fagna frumvarpinu og sjá fram á að geta selt kvótann sinn og sloppið út úr greininni með ágætan sjóð og engar skuldir. 244 grásleppukarlar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við frumvarp Kristjáns. Þar á meðal Sigurður Páll, sem á grásleppubát. Og er nú að fara yfir frumvarpið með öðrum nefndarmönnum í atvinnuveganefnd?

Í siðareglum þingsins segir: „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.“
Og síðar: „Þingmenn skulu, þar sem við á, vekja athygli á persónulegum hagsmunum sínum sem máli skipta við meðferð þingmála.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Getur einskis að afgreiðsla þess muni færa honum persónulega framseljanlegan kvóta.

Ég hef ekki tekið eftir því að Sigurður Páll hafi upplýst þingið og almenning um þessa hagsmuni sína, þá geri ég það hér.

Nú veit ég ekki hvað fer fram á fundum atvinnuveganefndar, en í desember síðastliðinni bað Sigurður Páll um orðið í þingsal um störf þingsins. Þá mæltist honum svona:

„Hæstv. forseti. Það var í fréttum nú í hádeginu að ráðherra hefði fengið afhentan undirskriftalista frá grásleppukörlum þar sem yfir 54% leyfishafa veiðanna hefðu skrifað undir að þeir væru hlynntir því að grásleppuveiðar færu undir aflamark, eða yrðu kvótasettar. Í hópi þessara 54% leyfishafa eru 80% þeirra sem stundað hafa veiðarnar undanfarin ár því að mörg leyfi hafa ekki verið nýtt. 64 umsagnir hafa borist um málið inn á samráðsgátt og þar sýnist sitt hverjum en meiri hluti þar hefur verið með því að grásleppuveiðar verði settar í kvóta.

Það er í fersku minni frá síðustu vertíð þegar úthlutun Hafró veiddist upp á stuttum tíma og hafa menn haft áhyggjur af því að sú staða geti komið upp aftur ef ekkert verður gert í málinu. Ég hef kallað eftir því að þetta mál fái efnislega meðferð í þinginu. Frumvarp um það er fast inni í ríkisstjórn. Mér finnst undarlegt að ríkisstjórn hinnar breiðu skírskotunar geti ekki komið sér saman um að svona mál fái afgreiðslu og komi til umræðu í þinginu. Þetta mál er með öðrum málum um staðbundnar veiðar hryggleysingja, sæbjúgna, ígulkerja o.fl., sem munu þá líka ekki fá afgreiðslu ef þetta mál kemst ekki áfram. Ég kalla eftir því að ríkisstjórnin komi sér saman um að þetta mál komist á dagskrá þingsins fyrr en seinna (Forseti hringir.) því að stutt er til næstu vertíðar í grásleppuveiðum.“

Þarna er hann að heimta málið inn á þing, og getur einskis að afgreiðsla þess muni færa honum persónulega framseljanlegan kvóta.

Athugasemd: Ég skrifaði fyrst að Sigurður Páll hafi ritað undir hvatningu trillukarla og hafði það eftir einum af forsvarsmönnum þess máls, en þær upplýsingar voru rangar. Sigurður mun ekki vera á listanum og biðst velvirðingar á röngum fullyrðingum. En það raskar ekki erindi þessa statusar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: