Nóg er nú samt
„Ríkisvaldið verður til að mynda að gæta sín mjög að tengja hann ekki við efni fjölmiðla með þeim hætti að svo virðist sem reynt sé að hafa áhrif á umfjöllun,“ segir í leiðar Moggans þar sem skrifað er um fjölmiðlafrumvarpið.
Nóg er nú samt, kann einhver að segja, sem starfar á fjölmiðli þar sem ríkasta fólk landsins ræður hvort fjölmiðilinn lifi eða deyr. Og hirðir ekki einu sinni um að aðeins ellefu prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára lesi blaðið.
Fjárausturinn hefur engu skilað. Öðru en vera refsivöndur á veiklynda stjórnmálamenn.